Á árinu 2015 fjölgaði vinnuslysum á sjó í Noregi en dauðsföllum vegna slysa um borð fækkaði, að því er fram kemur í frétt á vef norska síldarsamlagsins.
Í heild voru skráð 216 slys um borð í norskum skipum árið 2014 en þau urðu 235 árið 2015. Dauðsföll á sjó voru 9 árið 2015, þar af voru 7 slys á skipum skráðum í Noregi og 2 á erlendum skipum að veiðum í norskri lögsögu.