,,Við byggjum málflutning okkar mikið á því að enda þótt makrílinn sé ekki í lögsögu okkar nema 3-4 mánuði á ári er áætlað að hann éti allt að þremur milljónum tonna við Ísland yfir sumartímann. Öruggt er að slíkt inngrip í vistkerfi okkar hefur áhrif á aðra nytjastofna,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni í viðtali í nýjustu Fiskifréttum.
,,Áætlað er að makríllinn þyngist um 50% að meðaltali hér við land að sumarlagi eða um 600-700 þúsund tonn. Við höfum samt ekki veitt nema sem svarar einum fimmta af því af makríl.“
Sjá viðtalið við Sigurgeir í Fiskifréttum.