Sjöunda árið í röð á starfsfólk Síldarvinnslunnar þess að kost á að gera samgöngusamning við fyrirtækið.
Að því er er segir á vef Síldarvinnslunnar felur samningurinn í sér að viðkomandi starfsmaður fer fótgangandi eða hjólandi í og úr vinnu að minnsta kosti fjóra daga í viku og fær þá 11 þúsund króna skattfrjálsan styrk á mánuði.
Haft er eftir Hákoni Ernusyni starfsmannastjóra að fjölmargir starfsmenn hafi gert slíkan samning á undanförnum árum en að þeir mættu gjarnan vera fleiri. Bendir Hákon að samningurinn stuðli að bættri heilsu.
„Fyrir liggur að sjómönnum gefst ekki kostur á að gera samgöngusamning en þeir eru hvattir til að stunda holla og góða hreyfingu,“ segir á svn.is.