Norski laxaiðnaðurinn hefur aukið markaðshlutdeild sína innan Evrópusambandsins og fyrirtæki innan sambandsins hafa að sami skapi misst spón úr aski sínum. Við þessu þarf að bregðast segir sérstakt markaðsráðgjafaráð innan ESB (The Market Advisory Council eða MAC).

Frá þessu segir á vefsíðunni salmonbusiness.com. MAC hafi sent frá sér opinberar leiðbeiningar um viðbrögð þar sem lögð sé áhersla á að koma á nýju jafnvægi í viðskiptum Noregs og ESB.

Leggja til toll á laxaflök

Segir MAC að Noregur hafi samkeppnislegt forskot á evrópska framleiðendur laxaafurða. Í heild hafi Noregur á árinu 2023 verið í sjötta sæti fyrir mikilvægustu viðskiptalönd ESB og þar hafi sjávarfang og eldisfiskur átt umtalsverðan þátt. Noregur hafi frá árinu 2021 flutt út árlega 1,3 milljón tonn af þeim vörum til landa ESB. Andvirðið hafi verið 7.856 milljarðar evra, jafnvirði 1.203.540 milljarða íslenskra króna, sem hafi verið nærri 28 prósent af öllum útflutningi Noregs til ESB.

Ráðleggingar MAC snúast að sögn meðal annars um að tolla á norsk laxaflök haldi Norðmenn áfram að banna útflutning á heilum laxi. Að óbreyttu segir ráðið að fyrirtæki í þessum geira innan ESB muni verða fyrir neikvæðum áhrifum og starfsfólk í iðnaðinum missa vinnuna.

Nánar er fjallað um málið á salmonbusiness.com.

Norski laxaiðnaðurinn hefur aukið markaðshlutdeild sína innan Evrópusambandsins og fyrirtæki innan sambandsins hafa að sami skapi misst spón úr aski sínum. Við þessu þarf að bregðast segir sérstakt markaðsráðgjafaráð innan ESB (The Market Advisory Council eða MAC).

Frá þessu segir á vefsíðunni salmonbusiness.com. MAC hafi sent frá sér opinberar leiðbeiningar um viðbrögð þar sem lögð sé áhersla á að koma á nýju jafnvægi í viðskiptum Noregs og ESB.

Leggja til toll á laxaflök

Segir MAC að Noregur hafi samkeppnislegt forskot á evrópska framleiðendur laxaafurða. Í heild hafi Noregur á árinu 2023 verið í sjötta sæti fyrir mikilvægustu viðskiptalönd ESB og þar hafi sjávarfang og eldisfiskur átt umtalsverðan þátt. Noregur hafi frá árinu 2021 flutt út árlega 1,3 milljón tonn af þeim vörum til landa ESB. Andvirðið hafi verið 7.856 milljarðar evra, jafnvirði 1.203.540 milljarða íslenskra króna, sem hafi verið nærri 28 prósent af öllum útflutningi Noregs til ESB.

Ráðleggingar MAC snúast að sögn meðal annars um að tolla á norsk laxaflök haldi Norðmenn áfram að banna útflutning á heilum laxi. Að óbreyttu segir ráðið að fyrirtæki í þessum geira innan ESB muni verða fyrir neikvæðum áhrifum og starfsfólk í iðnaðinum missa vinnuna.

Nánar er fjallað um málið á salmonbusiness.com.