Nú er frá því sagt að það eru ekki síst lönd í Evrópu sem hagnast á þessari verslun og helmingur þeirra ugga sem þar eru til sölu koma frá veiðum Evrópuríkja.

Guardian fjallar um málið en margar tegundir hákarla eru í hættu vegna veiða sem snúast fyrst og síðast um sölu á uggum þeirra. Dýraverndunarsamtökin IFAW rannsökuðu sérstaklega hvaðan uggarnir koma sem halda uppi verslun í Asíulöndum. Niðurstaðan var óvænt en á tímabilinu 2003 til 2020 sýndu gögn um þessa verslun að lönd innan Evrópusambandsins, Spánn, Portúgal, Holland, Frakkland og Ítalía, eru stórir innflytjendur á afurðum hákarla. Innan Asíu er það Kína sem selja mest af þessum afurðum hákarla.

Spánn var þar langstærstur og flytur til Hong Kong, Singapúr og Taiwan. Spánn flutti til þessara svæða tæp 52.000 tonn, en þar er mest eftirspurnin.

Kallað er eftir því að Evrópusambandið taki forystu um vernd hákarla og að takmörk verði sett á þessa verslun. Veiðar þar sem uggar eru skornir af dýrunum um borð í veiðiskipum eru bannaðar innan ESB en löndun á óunnum hákarli er áfram leyfileg.

Rannsóknin sýndi jafnframt að mikið ósamræmi er á milli inn- og útflutningsskýrslna sem er talið til marks um að viðskiptin séu á margan hátt gagnrýniverð.