Evrópusambandið hefur gert nýjan samning við Fílabeinsströndina um fiskveiðar. ESB-skipum verður heimilt að veiða túnfisk og aðrar flökkutegundir í lögssögu Fílabeinsstrandarinnar.
Evrópusambandið greiðir 680 þúsund evrur (116 milljónir ISK) fyrir fiskveiðiréttindin en auk þess er gert ráð að útgerðir skipanna greiði meira fyrir fiskveiðiheimildirnar en áður.
Nýi samningurinn er sagður einkum gagnast Frakklandi og Spáni. Samningurinn gildir til 5 ára og kemur í stað fyrri samnings sem gildir til 30. júní 2013.