ESB hefur samþykkt refsiaðgerðir á hendur Færeyingum vegna síldveiða þeirra, að því er fram kemur í frétt á vef danska ríkisútvarpsins. Færeyingar hafa einhliða aukið kvóta sinn í norsk-íslenskri síld á þessu ári sem kunnugt er.

Samkvæmt danska matvælaráðuneytinu verður færeyskum fiskiskipum meinaður aðgangur að höfnum ESB og innflutningsbann innleitt á síld frá Færeyjum. Ekki er gripið til þess ráðs að banna útflutning á búnaði og bátum frá ESB til Færeyja eins og áður hafði verið lagt til. Refisaðgerðirnar taka ekki gildi nú þegar og óvíst hvenær.

Fram kemur í fréttinni að makríldeila ESB og Færeyja sé enn til umfjöllunar.