ff

Fiskveiðiráð Evrópusambandsins hefur tilkynnt að kvóti þjóða innan sambandsins sem veiddu umfram úthlutaðan kvóta síðasta árs verði minnkaður um samsvarandi magn árið á eftir.

Ákvörðunin er réttlætt á þeirri forsendu að hægt sé að grípa í taumana strax með nauðsynlegum aðgerðum til verndunar fiskistofna. Skerðingin er aukin um 50% hjá þjóðum sem hafa farið yfir kvóta sinn í sömu tegund tvö ár í röð.

Vonast er til að aðgerðirnar dragi úr veiðum úr ofnýttum stofnum og sýni um leið að ráðamenn í sjávarútvegi innan Evrópusambandsins taki ofveiði alvarlega og vilji með öllu móti koma í veg fyrir hana, segir á vef ESB.