Sjávarútvegsstjóri ESB, Maria Damanaki, segir að ESB hafi þegar hafið rannsókn á meintum ólöglegum veiðum Spánverja, að því er fram kemur á vef Intra Fish. Tilefni ummæla Damanaki er að í nýlegri skýrslu Greenpeace eru spánsk útgerðarfyrirtæki sökuð um ólöglegt athæfi.
Fleiri skýrslur hafa verið birtar þar sem fullyrt er að spánskar útgerðir stundi ólöglegar veiðar og gagnrýnt er að þessar útgerðir fái á sama tíma styrk frá ESB. Í skýrslu Greenpeace kemur fram að spánski flotinn hafi fengið alls um 1 milljarð evra í styrki á fimm ára tímabili úr sjóðum ESB, sem samsvarar um 160 milljörðum íslenskra króna.