Um 26% af heildarinnflutningi Evrópusambandsins á hvítfiski kemur frá Kína eða 625.000 tonn. Það gerir Kína að stærsta innflutningslandi ESB þegar kemur að hvítfiski. Um 60% af þessum innflutningi er alaskaufsi sem unninn er í Kína en veiddur af öðrum þjóðum.

Næstmest af þeim hvítfiski sem fluttur er inn til ESB kemur frá Víetnam. Um er að ræða eldisfiskinn pangasíus en af honum keyptu ESB-ríkin 183.000 tonn í fyrra sem reyndar var 12% minna en árið áður.

Þorskur er mikilvægasta hvítfisktegundin í innflutningi til ESB en af honum keyptu ESB-ríkin yfir eina milljón tonna.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu AIPCE, samtaka fiskiðnaðarins í ESB.