ESB hefur aflétt innflutningsbanni á síld og makríl frá Fæeyrjum frá og með 20. ágúst. ESB tiltekur sérstaklega að ákvörðunin feli ekki í sér viðurkenningu á 40.000 tonna síldarkvóta sem Færeyingar hafa einhliða sett sér.
Þetta er umtalsvert minni kvóti frá því Færeyingar settu sér einhliða 105.000 tonna kvóta í fyrra. Engu að síður hafa strandríkin, ESB, Ísland og Noregur, gagnrýnt harðlega 40.000 tonna kvóta Færeyinga sem þau segja langt yfir þeim mörkum sem þeir geti gert tilkall til.