Erlend skip mega veiða 134 þúsund tonn af loðnu í íslensku lögsögunni á vertíðinni. Loðnukvótinn var aukinn í vikunni eins og fram er komið og fengu norsk, grænlensk og færeysk skip sinn hluta í aukningunni.

Grænlensk skip mega veiða 53.740 tonn af loðnu hér við land, norsk skip 50.582 tonn og færeysk skip 30 þúsund tonn.

Takmarkanir eru á þessum veiðum þannig að eftir 15. febrúar og sunnan 64°30´N er grænlenskum skipum einungis heimilt að veiða 23.000 lestir.

Norskum skipum er aðeins heimilt að stunda loðnuveiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands fram til 15. febrúar og aðeins norðan við 64°30´N.