Erlend skip hafa landað tæpum 39 þúsund tonnum af kolmunna hér á landi á þessu ári, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu hjá Fiskistofu. Þar af hefur rúmu 31 þúsund tonni verið landað hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði.
Hér er aðallega um færeysk skip að ræða en norsk skip hafa einnig landað hér kolmunna. Erlendu skipin hafa landað hér 17 sinnum. Þar af voru 14 landanir á Fáskrúðsfirði, samtals um 31.300 tonn sem er um 80% af heildinni. Ein löndun var á Eskifirði um 2.640 tonn, ein löndun í Neskaupstað um 2.400 tonn og ein í Vestmannaeyjum um 2.330 tonn.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.