Sjávarútvegsráðherra hefur gefið úr reglugerð um loðnuveiðar við Ísland á yfirstandandi loðnuvertíð. Heildarkvótinn er 200.000 tonn, þar af fá erlend skip 61.000 tonn.

Norskum skipum er heimilt að veiða samtals rúmlega 40.000 tonn og er þeim aðeins heimilt að stunda veiðarnar til 15. febrúar 2011 og norðan við 64°30´N.

Færeysk skip mega veiða samtals 10.000 tonn og grænlensk skip 12.000 tonn.

Í reglugerðinni kemur fram að færeyskum vinnsluskipum er heimilt að landa 3/4 hluta af kvóta sínum til manneldisvinnslu utan Íslands eða taka til manneldis. Eftir 15. febrúar 2011 skal eigi meira en 1/3 hluti af kvóta færeyskra skipa fara til manneldisvinnslu utan Íslands.

Þá kemur fram að ekki skulu fleiri en 25 norsk skip megi stunda loðnuveiðar við Ísland samtímis og ekki fleiri en 10 færeysk skip.

Þess má geta að loðnuveiðar Grænlendinga við Ísland hafa ávallt verið í samvinnu við Íslendinga og hefur aflanum verið landað hér.