Erlend skip hafa landað umtalsvert af loðnu hér á landi á síðustu vikum, að því er fram kemur í úttekt í nýjustu Fiskifréttum.

Erlend loðnuskip hafa landað hér um 52.670 tonnum af loðnu á vetrarvertíðinni miðað við skráðan afla hjá Fiskistofu á þriðjudaginn.

Mestum loðnuafla hafa norsku skipin landað eða tæpum 39 þúsund tonnum. Í heild hafa norsk skip veitt um 50 þúsund tonn af loðnu á Íslandsmiðum. Miðað við upplýsingar frá norska síldarsamlaginu má áætla að aflaverðmæti norsku loðnuskipanna hafi verið um 2,4 milljarðar ISK.

Grænlensku skipin hafa landað hér tæpum 13 þúsund tonnum. Færeyingar hafa landað um 1.200 tonnum.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.