Nefnd á vegum stjórnvalda í Færeyjum, sem sett var á laggirnar til þess að gera tillögur um nýja skipan fiskveiðimála þar í landi, hefur skilað skýrslu sinni. Þar er lögð áhersla á að fiskistofnanir verði nýttir á sjálfbæran hátt og rannsóknir auknar. Gert er ráð fyrir að hámarksafli verði ákveðinn og kvótar gefnir út fyrir allar fisktegundir.Fiskistofnarnir verði nýttir samkvæmt aflareglu.
Veiðiheimildirnar verða boðar á uppboði og óheimilt verður að versla með þær manna á milli.
Nefndin leggur til að stefnt verði að því að útlendingar eigi ekki hlut í færeyskum sjávarútvegi í framtíðinni. Þeir sem nú eigi í færeyskum útvegsfélögum fái aðlögunartíma til þess að losa eignarhlut sinn.
Gert er ráð fyrir að veiðikvótarnir verði boðnir upp, en tekið er fram að gæta þurfi þess að uppboð aflaheimilda dragi ekki úr fjárfestingum. Einn möguleikinn í því efni sé að úthluta kvótunum til langs tíma, t.d. 10 ára, en einnig megi úthluta til eins árs í senn og gefa útgerðum forkaupsrétt að ákveðnum hluta þeirra veiðiheimilda sem þær keyptu árið á undan.