Tvö erlend dótturfélög Samherja hafa fengið vottun samkvæmt MSC staði um sjálfbærar og umhverfisvænar veiðar. Þetta eru UK Fishery í Bretlandi og DFFU í Þýskalandi.

Vottunin nær til þorsks, ýsu og ufsa sem veiddur er í Norðaustur-Atlantshafi.

Frá þessu er skýrt í fréttatilkynningu frá MSC (Marine Stewardship Council).

Eins og áður hefur komið fram er Samherji á Íslandi jafnframt í matsferli vegna MSC-vottunar á veiðum á þorski, ýsu og norsk-íslenskri síld.