Of mikil sala á dýrari hertum fiskafurðum til Nígeríu í fyrra hefur komið róti á markaðinn og leitt til birgðasöfnunar með tilheyrandi þrýstingi á verð, að því er Katrín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar hf. á Dalvík segir í samtali við Fiskifréttir í dag.

,,Það hefur ekki áður orðið svona mikil birgðasöfnun á skömmum tíma á allri hertri vöru. Aukning á framboði inn á markaðinn í fyrra var ekki bara frá Íslandi heldur einnig annars staðar frá,“ segir Katrín. ,, ,,Þar sem þetta ástand er nýskollið á er erfitt að meta áhrifin á útflutning frá Íslandi á þessu ári. Ætla má að einhver samdráttur verði í innflutningi til Nígeríu á þessari vöru og hætt er við að verðið í heild muni gefa töluvert eftir.“

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.