Mikið flakk hefur verið á íslensku síldinni á undanförnum áratugum í leit að heppilegum vetursetustöðvum. Vísbendingar eru um að síldin kunni að hverfa úr Breiðafirðinum á komandi árum og setjast að fyrir sunnan land að vetrinum.

Að sögn Þorsteins Sigurðssonar sviðsstjóra á nytjastofnasviði Hafrannsóknastofnunar hafa nýju árgangarnir í síldarstofninum, frá árinu 2007 og síðar, alist upp fyrir sunnan land, nánar tiltekið í Breiðamerkurdýpi og þar um slóðir. Þessi árgangar virðast ekki hafa fylgt stærri síldinni vestur í Breiðafjörð til vetursetu í neinum teljandi mæli. Þetta gefur mönnum tilefni til að ætla að síldarstofninn muni smám saman færa vetursetustöðvar sínar suður fyrir land á komandi árum.

Sjá nánar um vetrarstöðvar síldarinnar á síðustu áratugum í nýjustu Fiskifréttum.