Innbyrðis deilur einkenna umræðuna á Íslandi um sjávarútveginn. Umræðan snýst nær eingöngu um veiðar og vinnslu en nánast ekkert um markaðssetningu, vöruþróun og ímynd Íslands út á við. Þessu þarf að breyta, segir Helgi Anton Eiríksson forstjóri Iceland Seafood International.
Helgi segir að Íslendingar hafi enn forskot á keppinauta sína á markaði fyrir sjávarafurðir en forskotið farið hratt minnkandi. Norðmenn hafi sótt mjög fram í kjölfar stóraukinna þorsk- og ýsukvóta í Barentshafi og þeir hafi einsett sér að halda aukinni markaðshlutdeild til frambúðar.
,,Hver verður staða okkar Íslendinga þegar veiðar aukast hér við land á ný?” spyr Helgi Anton og svarar: ,,Við eigum ekki núverandi markaði og staða okkar þar í dag er langt frá því að vera tryggð til framtíðar.”
Sjá nánar í Fiskifréttum.