Um 180 þúsund tonn af íslensku sumargotssíldinni mældust við suðaustanvert landið í stofnmælingum Hafrannsóknastofnunar í vetur. Hugsanlega er þetta merki um að síldin gæti farið að veiðast á ný austur af landinu, að því er Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunarinnar, sagði í samtali við Fiskifréttir.
,,Síldin hefur mælst í auknum mæli fyrir austan, sérstaklega tveir árgangar, 2007 og 2008 árgangarnir. Þeir hafa vaxið upp sem ungviði við Suður- og Suðausturland og ekki farið vestur til vetursetu. Í janúar hélt síldin sig rétt vestan við Hornafjörð. Þetta er svæði sem síldin var mikið á í kringum árið 1990,“ sagði Þorsteinn.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.