Á mánudag og þriðjudag í næstu viku (3. og 4. mars) koma fulltrúar strandríkjanna í makríldeilunni enn og aftur saman til viðræðna, nú í Edinborg í Skotlandi.
Á eftir makrílfundinum taka svo fulltrúar Norðmanna og Evrópusambandsins upp þráðinn að nýju um fiskveiðisamning og gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna til veiða, en þjóðirnar hafa ekki getað veitt á hafsvæðum hverrar annarrar frá áramótum vegna samningsleysis. Þetta hefur valdið útgerðum í þessum löndum miklum vandræðum.