Ekkert lát virðist vera á nýsmíðahrinunni í norska fiskiskipaflotanum. Um síðustu helgi var nýjasta skipinu gefið nafn en það er Haugagut sem útgerðin Drönen Havfiske hefur látið smíða.
Skipið var smíðað í Karstensens Skipsværft í Danmörku og er 69.90 metra langt og 15 metra breitt.
Á vef norska síldarsölusamlagsins eru 58 myndir af nýsmíðinni, utan og innan. Sjá HÉR