Landssamband smábátaeigenda er nú að vinna að betra skipulagi í sölu grásleppuhrogna, að því er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir í samtali við Fiskifréttir.
„Við höfum verið að skoða það að beita sömu aðferðum og Kanadamenn og Grænlendingar að veiðar hefjist ekki fyrr en búið er að semja um verð. Ef ekki semst verður engin veiði. Á Grænlandi töfðust veiðar um hálfan mánuð í ár vegna þess að verðið lá ekki fyrir,“ segir Örn Pálsson.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.