47. þing FFSÍ, sem haldið var í síðustu viku, krefst þess að sett verði í lög um stjórn fiskveiða ákvæði um að lögaðili fái ekki úthlutað aflaheimildum nema að fyrir liggi gildandi kjarasamningur milli aðila
Í greinargerð segir: „Samningar sjómanna hafa verið lausir síðan 1. janúar 2011 og það er óboðlegt að hægt sé að halda stéttarfélögum í gíslingu árum saman og neita að semja um eðlileg kjör sérstaklega þegar úthlutað er til fyrirtækja almannagæðum gegn vægu eða engu gjaldi.“
Fjölmargar aðrar ályktanir voru samþykktar á þinginu. Þær má sjá á vef samtakanna, HÉR.