Svipað verð fæst fyrir makríl frá Íslandi og í fyrra þrátt fyrir að heildarkvótar í NA-Atlantshafi hafi verið stórauknir og að umrót sé á mörkuðum í austri. Þetta kemur fram í Fiskifréttum í dag í viðtali við Teit Gylfason hjá Iceland Seafood.
„Ég sé ekki annað en að mönnum hafi gengið vel að selja makrílinn til þessa og verðið er alveg ágætt,“ segir Teitur. „Svo virðist sem verð á smærri makrílnum hafi aðeins gefið eftir en það er ekki hægt að tala um lágt verð.“
Fram kemur að gríðarmikið hafi nú þegar verið flutt héðan til Nígeríu eftir að innflutningshömlum var aflétt þar í landi seint í júnímánuði og hitt aðalmarkaðsland okkar sé Rússland.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.