Atvinnuvegaráðuneytið hefur gefið út reglugerð þar sem afnumið er ákvæðið um 8 tommu hámarksmöskvastærð í þorskanetum.
Ákvæðið var sett á sínum tíma til þess að hefta mikla sókn í stærsta þorskinn með stórum möskvum en sá stóri er talinn mikilvægari fyrir hrygninguna en sá smærri. Á undanförnum árum hefur hlutfall stórþorsks í stofninum aukist mikið samfara almennum samdrætti í sókn og því þykir ekki lengur ástæða til þess að binda möskva í þorskanetum við ákveðna stærð.
Á vefum LÍÚ og LS er fjallað um þetta mál en með ólíkum hætti þó.