Fullri vinnslu hefur verið haldið uppi í fiskiðjuverum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi nú í sumar. Að sögn Þrastar Reynissonar, vinnslustjóra landvinnslunnar, verður ekkert hlé gert á vinnslunni að þessu sinni vegna sumarleyfa. Í stað fastráðinna starfsmanna, sem fara í sumarleyfi, hafa tæplega 80 unglingar staðið vaktina í sumar og reiknað er með því að ráða þurfi fleiri á næstunni.
,,Það hefur ekkert hlé verið gert á vinnslunni í sumar og upp á síðkastið hefur verið nóg að gera. Það stafar m.a. af því að veiði ísfisktogaranna hefur verið góð og eins hefur framboð af fiski á mörkuðum verið að aukast vegna sumarlokana annarra fyrirtækja,“ segir Þröstur á heimasíðu HB Granda. Kvóti ísfisktogara félagsins mun duga vinnslunni út fiskveiðiárið eða til loka ágústmánaðar.
Nánar á vef HB Granda, HÉR