Öll íslensku skipin hafa gefist upp á úthafskarfaveiðunum vegna dræmra aflabragða, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag. Þótt kvótinn sé minni en nokkru sinni fyrr hefur ekki tekist að veiða nema helminginn af honum.
Úthlutaður úthafskarfakvóti á yfirstandandi fiskveiðiári er um 9.800 tonn. Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu var búið að landa rétt tæplega 5.000 tonnum síðastliðinn þriðjudag. Eitthvað af úthafskarfa er enn um borð veiðiskipum og því ekki allt komið á löndunarskýrslur.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.