Í nýrri ráðgjöf ICES segir að hrygningastofn neðri stofnsins hafi minnkað verulega frá því veiðar úr honum hófust í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar. Hafrannsóknastofnun greinir frá.
„Ekki hefur verið samkomulag milli veiðiþjóða um skiptingu afla um langt skeið,“ segir í tilkynningu Hafró. Jafnframt hafi verið ágreiningur um stofngerð og Rússar hafi úthlutað veiðiheimildum til rússneskra skipa langt umfram ráðlagðan heildarafla.
Hvað efri stofninn varðar hefur ICES á undanförnum árum lagt til að engar veiðar yrðu stundaðar úr stofninum „þar sem ástand þess stofns versnaði mikið undir lok síðustu aldar og hefur stofninn mælst mjög lítill í leiðöngrum undanfarna 2 áratugi.“