Ástand loðnustofnsins í Barentshafi er verra en það hefur verið í fjölda ára. Þetta eru niðurstöður úr leiðangri norskra og rússneskra vísindamanna þar sem lífríki sjávar í Barentshafi var kannað. Reiknað er með að ráðgjöf þeirra um loðnuveiðar á næsta ári verði kynnt 10. október. Frá þessu er sagt á vef samtaka norskra útvegsmanna.

Leiðangrinum lýkur í þessari viku en fiskifræðingar geta slegið því föstu að loðnustofninn er lítill því nú þegar hafa öll þekkt loðnusvæði verið rannsökuð.

Þess má geta að engar loðnuveiðar voru leyfðar á þessu ári í Barentshafi vegna slæmrar mælingar á loðnustofninum í leiðangri fyrir ári síðan. Haft er eftir loðnusérfræðingi norsku hafrannsóknastofnunarinnar að minna hafi fundist af fullorðinni loðnu en í fyrra og stærstur hluti hennar sé í norsku lögsögunni.

Sjá nánar umfjöllun um málið í nýjustu Fiskifréttum.