Fiskveiðistjórnunarstaðall um vottun ábyrgra fiskveiða á Íslandi er nú opinn til kynningar og umsagnar í 30 daga frá 13. október til 12. nóvember að báðum dögum meðtöldum.

Um er að ræða fyrra kynningar- og umsagnarferli af tveimur  sem fer fram af hálfu tækninefndar Ábyrgra fiskveiða (ÁF) og er hluti af formlegri fimm ára endurskoðun staðalsins. Áhugasamir aðilar geta farið inn á vefsíðu verkefnisins og fylgt leiðbeiningum um hvernig senda ber athugasemdir um staðalinn.

Megintilgangur vottunar á vegum ÁF er að sýna fram á með gagnsæjum hætti að Íslendingar stundi ábyrgar fiskveiðar og fari að alþjóðlega viðurkenndum samningum og viðmiðum sem sett eru af Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, FAO.

Sjá nánar HÉR