,,Ísfisktogarafloti HB Granda er kominn til ára sinna og á næstu mánuðum munum við leggja drög að endurnýjun skipanna,“ sagði Torfi Þ. Þorsteinsson deildarstjóri botnfisksviðs HB Granda í erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni í Reykjavík á dögunum.

„Við munum ekki endilega leggja áherslu á nýrra stál heldur bætta meðferð afla. Þar kemur til skoðunar hvernig við eigum að kæla fiskinn þegar hann kemur um borð, hvernig eigi að haga aðgerð, kælingu og flokkun á millidekki, hvort við eigum að kara fiskinn á millidekki og svo framvegis. Við þessa vinnu verður ómetanlegt að fá reynsluna af nýja vinnsludekkinu um borð í Helgu Maríu eftir að hún verður komin í fullan rekstur. Að auki munum við svo horfa til aukaafurða.“

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.