Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um lækkun ýsukvótans úr 38 þúsund tonnum í 30,4 þúsund tonn kemur sér mjög illa fyrir smábátasjómenn að sögn Arnar Pálssonar framkvæmdastjóra Landsambands smábátasjómanna. Hann segir kominn tíma til að endurmeta veiðireynslu í ýsu og úthluta aflaheimildum upp á nýtt.

„Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunnar um 20% niðurskurð í ýsu kemur skelfilega niður á smábátasjómönnum,“ segir Örn. „Skerðingin núna kemur  á tíma þegar ýsa er mjög veiðanleg á línu á þeim svæðum sem smábátasjómenn sækja og er því ekki í takt við upplifun manna.“

Sá nánar í Fiskifréttum í dag.