Heildarupphæð endurgreiðslu á veiðigjaldi vegna grásleppuveiða nemur 79 milljónum króna, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda. Alls er endurgreitt fyrir grásleppuafla í fjögur ár, 2012 - 2015. Hæst er upphæðin vegna reikninga sem gefnir voru út á árinu 2015 alls 29,4 milljónir til 369 báta.
Eins og áður hefur komið fram úrskurðaði Hæstiréttur á síðasta ári að endurgreiða bæri veiðigjald vegna landaðs afla í grásleppu þar sem ekki hefði verið lagastoð fyrir gjaldinu.
Sjá nánar á vef LS.