Fiskistofa sendi á árinu 2020 samtals 470 bréf vegna vanskila á afladagbók og 1.321 mál kom upp vegna veiða umfram aflaheimildir. Grunur um brot vaknaði í 164 tilvikum og 13 mál voru kærð til lögreglu. Þá greip Fiskistofa 11 sinnum til þess úrræðis að svipta skip veiðileyfi.
Þetta kemur fram í ársskýrslu Fiskistofu fyrir árið 2020, en skýrslan kom út í vor.
Í skýrslunni kemur einnig fram að á árinu 2020, en á hinn bóginn hafi sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla numið rúmlega 1,7 milljón króna, sem er nokkru hærra en árið 2019 en mun lægra en það var árin þar á undan. Gjaldið er lagt á skip sem veiddu umfram aflaheimildir.
Á hinn bóginn hafi álagt gjald vegna ólögmæts afla strandveiðibáta numið samtals nærri 43 milljónum króna, og var fjöldi álagninga 1.295 en meðalálagningin 33 þúsund krónur.