Frár VE fékk 11 kílóa og 78 sentímetra langa sandhverfu í fótreipistroll úti af Ingólfshöfða í síðasta róðri. Valdimar Gestur Hafsteinsson skipstjóri segist í samtali við Fiskifréttir einu sinni áður hafa séð sandhverfu að svipaðri stærð.

Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun er til eitt dæmi um lengri sandhverfu sem veiðst hefur hér við land. Hún veiddist líka við Ingólfshöfða áríð 1974 og var einum sentímetra lengri, eða 79 sentímetrar að lengd.