Alls var slátrað 8.289 tonnum af eldisfiski árið 2014 og uppskera kræklings var um 38 tonn úr hreinni ræktun. Í heildina tók framleiðsla til slátrunar jákvæðan kipp og jókst um 20% á milli ára.

Þetta kemur fram í nýútkomnum Eldisfréttum . Lax- og regnbogasilungseldi jukust töluvert, laxinn um fjórðung og regnboginn hátt í sexfaldaðist. Eldi bleikju jókst lítilsháttar á milli ára, eða um 6%. Í

heildina voru 52 eldisstöðvar í fullum rekstri árið 2014.

Framleidd voru um 4.000 tonn af laxi og jókst framleiðslan um 1.000 tonn á milli ár, Mikil aukning er framunda í laxeldi í sjókvíum á næstu árum. Einnig var mikill fjöldi laxahrogna fluttur út.

Framleidd voru um 3.400 tonn af bleikju og jókst framleiðslan um 200 tonn á milli ára.

Framleiðsla á regnbogasilungi nam 600 tonnum og jókst um 500 tonn á milli ára.

Framleidd voru um 310 tonn af eldisþorski, þar af um 100 tonn úr aleldi. Dregið hefur verulega úr framleiðslu á þorski á síðustu árum og framleiðendum fækkað.