Eldisfiskur er orðinn stærsta útflutningsvara Færeyinga. Frá áramótum til októberloka voru flutt úr tæp 48.000 tonn af eldisfiski frá Færeyjum fyrir sem svarar 33 milljörðum íslenskra króna. Þetta er næstum 30% aukning í magni og 8% í verðmætum miðað við sama tíma í fyrra

Útflutningur uppsjávarfisks nam á sama tíma i ár 174.000 tonnum að verðmæti 26 milljarðar ISK og flutt voru út 41.000 tonn af bolfiski að verðmæti 24 milljarðar ISK.