Einn af vaxtarbroddum íslensks sjávarútvegs er veiðar á sæbjúgum en slíkar veiðar hafa færst í vöxt hér við land á undanförnum árum. Eldi á sæbjúgum er ekki óþekkt erlendis, en nú hefur fyrirtæki á Filippseyjum sett á laggirnar eldisstöð þar sem sæbjúgu eru alin alveg frá klaki og upp í sláturstærð.
Klakstöðin getur framleitt 200-500 þúsund sæbjúgnalirfur á 45. daga fresti.
Megintilgangurinn með því að ala sæbjúgu er að sjálfsögðu sá að hafa arð af sölu þeirra á neytendamarkaði, en fleira kemur til.
Annars vegar er bent á að sæbjúgnaeldi geti létt á veiðiálagi á villt sæbjúgu og hins vegar að nýta megi þau í hreinsunarstarf í öðru eldi. Sæbjúgunum er þá komið fyrir undir eldiskvíunum og éta þau úrganginn sem síast niður í gegnum netið. Sæbjúgu hafa verið notuð í þessum tilgangi í eldi t.d. á risarækju og hinu stóru Abalone sniglum.