„Regnbogasilungseldi, sem hófst í Dýrafirði í nóvember síðastliðnum, er ennþá á tilraunastigi en gengur eftir áætlun,“ segir Brynjar Gunnarsson hjá Dýrfiski í samtali við bb.is. Í eldinu eru 30-35 þúsund fiskar eða um níu tonn. Brynjar segir þá tölu aukast í sumar og vonast til að aflinn úr eldinu fari upp í áttatíu tonn í slátrun í haust.
Um 340 þúsund seiði bíða nú í Reykjavík, en þau komu útklakin frá Danmörku í desember og fara í kvíar í Dýrafirði í júní/júlí. Að sögn Brynjars er óvíst hvert aflinn verði seldur eftir slátrun en mikinn markað er fyrir regnbogasilung. Hann segir að skapast hafi góður markaður í Chile þegar samskonar eldi var sett upp þar og þar vanti fisk.