Frummatsskýrsla Skipulagsstofnunar um aukið fiskseldi Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Ísafjarðardjúpi liggur fyrir. Eldið er ekki talið hafa umtalsverð áhrif.

Í samantekt í skýrslunni segir að áhrif framkvæmda séu á bilinu óveruleg til nokkuð neikvæð. Framkvæmdin sé því ekki talin hafa umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga nr. 106/2000.

Um er að ræða mat á eldi fyrir 6.800 tonn af regnbogasilungi og 200 tonn af þorski í sjókvíum. Frummatsskýrsluna má nálgast HÉR .