Nýafstaðnar loðnumælingar rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar úti fyrir Suðurlandi gefa ekki tilefni til þess að breyta fyrri ákvörðun um 160 þúsund tonna aflamark fyrir yfirstandandi vertíð.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun í dag. Sjá nánar á vef stofnunarinnar, HÉR.
Minna má á að af þessum 160.000 tonnum komu 85.000 tonn í hlut Íslands en annað í hlut erlendra þjóða. .