Í Fiskifréttum sem koma út í dag er rætt við Eirík Tómasson, framkvæmdastjóra Þorbjarnar í Grindavík, um niðurstöður úr haustralli Hafrannsóknastofnunar. Haft er eftir honum að á sínum tíma hefði 1996 árgangur þorsks mælst sterkur sem seiði en hafi ekki skilað sér síðar í veiðinni. Hér er ekki rétt eftir haft því Eiríkur nefndi 1976 árganginn sem dæmi um slíkan árgang. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum blaðsins.