Ekki náðist samkomulag um kvótaskiptingu norsk-íslenska síldarstofnsins á fundi sem haldinn var í London fyrr í þessari viku.

Allir samningsaðilar viðurkenna að fara skuli eftir veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins upp á 419.000 tonna kvóta á næsta ári en Færeyingar sætta sig ekki við sinn hlut og vilja stærri hluta af kökunni.

Næsti samningafundur verður haldinn 10. desember.