,,Niðurstaðan eins og hún blasir við núna er ekki mín óskaniðurstaða. Helst hefðum við i fjölskyldunni viljað fá að reka áfram okkar útgerð hér i Vestmannaeyjum. Ég hef allt frá haustinu 2008 glímt við miklar skuldir við Landsbankann sem að mestu urðutil við kaup á hlutum i bankanum. Ég var þar einn margra fórnarlamba grófrarmarkaðsmisnotkunar eins og síðar hefur komið á daginn,“ segir Magnús Kristinsson fráfarandi eigandi útgerðarfélagsins Bergs-Hugins ehf. í Vestmannaeyjum í tilkynningu. Félagið hefur nú verið selt Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Þar með lýkur 40 ára útgerðarsögu Magnúsar og fjölskyldu.

,,Ég hef leitast við að halda félaginu og standa skil á skuldunum við bankana en hlýt nú að horfast i augu við að það mun ekki takast. Ég á því engan annan kost en að selja hluti mína i félaginu enda blasir við að áform um aukna gjaldheimtu af útveginum mun skerða rekstrarhæfi útgerðarfélaga og þá ekki síst þeirra minni. Samhliða sölunni nú hefur farið fram fullt skuldauppgjör við Landsbankann. Það er með eftirsjá og stolti sem ég skil við fyrirtækið núna og þá góðu samstarfsmenn sem ég hef haft þar. Félagið er í góðum rekstri og gerir út tvö af bestu skipum íslenska fiskveiðiflotans i dag. Ég óska nýjum eigendum velfarnaðar," segir í tilkynningunni frá Magnúsi Kristinssyni.