Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur leitað að loðnu fyrir austan land síðustu daga en ekki hefur enn fundist meiri loðna en áður hefur verið mæld, að því er Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri sagði í samtali við Fiskifréttir nú í morgun.

Leiðangurinn hófst í byrjun vikunnar og var loðnunnar leitað bæði úti af Austfjörðum og djúpt úti af norðaustanverðu landinu. Sveinn sagði að þeir hefðu nánast eingöngu verið komnir í ókynþroska loðnu nyrst á svæðinu. Stefnan var þá tekin suður með Austfjörðum og verður loðnan endurmæld allt að suðaustanverðu landinu. Flotinn vaktar hafsvæðið suður af landinu en auk þess hefur Súlan EA leitað að loðnu djúpt á grunnunum og utan við kantinn úti af Suðurlandinu.

Rannsóknaskipið  Bjarni Sæmundsson er í sjómælingum vestan við landið og samhliða verður kannað hvort vart verði við vestangöngu loðnu.