ff

Mikið hefur verið fjallað um komandi tímabil strandveiða sem hefst 1. ágúst nk. Bent hefur verið á og komið fram óskir um að fresta upphafstíma veiðanna fram yfir verslunarmannahelgi, segir á vef Landssambands smábátaeigenda.

Málefnið kom til umræðu á fundi stjórnar LS sem haldinn var 18. og 19. júlí sl. Þar kom fram að LS hefði rætt fyrirkomulag strandveiða við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Ákvæði laga um stjórn fiskveiða gefa hins vegar ráðuneytinu ekki heimild til útgáfu reglugerðar sem banna strandveiðar 1. og 2. ágúst, segir ennfremu á vef LS.