Hafrannsóknastofnunin telur ekki ástæðu til endurskoðunar á fyrri gögnum sínum um aflamark í ýsu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.
Þetta er svar stofnunarinnar við erindi sjávarútvegsráðuneytisins frá 27. desember, þar sem þess farið á leit að hún skoði á nýjan leik grunn ráðgjafar sinnar varðandi ýsu. Í erindi ráðuneytisins kom fram það mat smábátaeigenda að mun meira væri af ýsu nú en í fyrra og þá sérstaklega á grunnslóð.
Hafrannsóknastofnun bendir á að ýsustofninn fari hratt minnkandi. Markmið ráðgjafar stofnunarinnar í júní í fyrra hafi verið að forðast að hrygningarstofninn færi niður í sögulegt lágmark árin 2013-2014. Því hafi veiðiráðgjöfin hljóðað upp á 37 þús. tonn en sjávarútvegsráðherra hafi hins vegar úthlutað 45 þús. tonnum eða 22% meiru en stofnunin lagði til.
Frá þessu er skýrt á vef Landssambands smábátaeigenda , þar sem nánar er greint frá málinu.