Marel og Matís kynna nýtt myndband sem sýnir hvernig nútímatækni hefur gjörbreytt vinnsluaðferðum í fiskvinnslu og gert Ísland að þungamiðju þróunar og nýsköpunar í greininni.
Kröfur um gæði, rekjanleika og vinnsluhraða skipta miklu máli í fiskvinnslu. Marel vinnur náið með fyrirtækjum í sjávarútvegi og hefur þróað fjölbreyttar lausnir í samvinnu við framsæknustu fiskframleiðendur á Íslandi, stóra sem smáa. Þessar tækja- og hugbúnaðarlausnir gera framleiðendum kleift að hámarka nýtingu, afköst og arðsemi.
Myndbandið má sjá HÉR .